Störf í boði

VÉLVIRKI/JÁRNSMIÐUR OG VERKAMENN

Við hjá Tandraberg leitum að vélvirkja,járnsmið og/eða laghentum viðgerðarmanni.  Verkefnin eru helst upsetning á vélum og viðhald á fjölbreyttum tækjabúnaði. Við leitum helst af sjálfstæðum og samvikusömum aðila og eru góð laun í boði fyrir réttan aðila.

Við getum einnig bætt við okkur harðduglegum mönnum í fjölbreytta vinnu í þjónustu við öflugan sjávarútveg í Fjarðabyggð.  Vinnutími er mjög óreglulegur. Reynsla af vinnuvélum er kostur. Góð laun í boði.

Umsóknir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

Við Sumarbyrjun

Nú er nýlokið ágætri Kolmunnavertíð. Starfsmenn Tandraberg höfðu í mörg horn að líta á vertíðinni og aðstoðuðu við löndun á flestum stoðum á austurlandi. Þessi Kolmunnavertíð var eftirfari óvæntrar loðnuvertíðar og hefur verið mikið að gera hjá okkur frá lokum sjómannaverkfalls og er kúturinn að réttast talsvert.

Nú tekur við undirbúningstímabil vegna makríl vertíðar sem felst aðallega í að byggja upp lager af brettum og hafa græjurnar í sæmilegu standi.

Sjómannaverkfall

Fórnarlömb sjómannaverkfalls.

Vinnudeila Sjómanna og útgerðarmanna hefur nú staðið lengur en að þjóðin ætti að geta sætt sig við. Áhrifa þessarar vinnudeilu er farið að gæta í fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir mörg þessara fyritækja og starfsfólks þeirra. Ég tel að það sé skýlaus skylda deilenda að semja strax. Með þessu er ég ekki að taka afstöðu með öðrum hvorum deiluaðilanum, en ég vorkenni hvorugum að skrifa undir samninga sem þeir eru ekki fullkomnlega ánægðir með. Það er nú einu sinni þannig að laun sjómanna eru í langflestum tilfellum miklu hærri en þeirra sem gjalda verkfallsins með atvinnuleysi og arðsemi útgerðarinnar margföld arðsemi þeirra fyrirtækja sem sérhæft hafa sig í þjónustu við sjávarútveg og eru nú bæði verkefna-og tekjulaus. Síðan má ekki gleyma því að áhrifa þessa verkfalls getur gætt mánuðum og jafnvel árum saman í lægra afurðaverði og missi markaða. Það hefur ekki bara áhrif á greinina sjálfa heldur þjóðarbúið í heild og við hljótum að gera þá kröfu um að vinnudeilur sem komnar eru í slíkan hnút og þessi deila er, séu stöðvaðar af ríkisvaldinu áður en að deilurnar valda þriðja aðila óbætanlegum skaða Ég tel að ríkisstjórnin ætti að gefa deilendum frest í mjög stuttan tíma til að klára sín mál, að öðrum kosti að setja lög á þvermóðskuna.

Einar Birgir Kristjánsson Framkvæmdastjóri