Löndun úr Aðalsteini Jónssyni

Um kl 6 í morgun hófst löndun á frystum makríl úr Aðalsteini Jónssyni SU 11 á Eskifirð. Aflinn var um 650 tonn og var löndun lokið á sjötta tímanum í eftirmiðdaginn. Þetta þýðir að aðeins tók um 9,5 virkar vinnustundir að landa aflanum þegar frá eru dregin neysluhlé eða um 68 tonn á timann. Til hamingju löndunarstrákar.

Þetta var önnur makríllöndun skipsins á yfirstandandi vertíð sem er vonandi að komast í gang, um mánuði seinna en á síðasta ári. Hákon EA er væntanlega á leið á miðin núna.

Á morgun landar frystitogarinn Barði í Neskaupstað rúmlega 5000 kössum af frystum afurðum.

Verkefnafréttir.

Ágætis verkefnastaða er um þessar mundir hjá Tandraberg.

Reiknað er með að landa umþaðbil 1800 tonnum af frystum uppsjávarfiski í vikunni. Eru það skipin Aðalsteinn Jónsson, Hákon og Huginn sem um ræðir. Unnið er frá 6 á morgnana til kl 8 á kvöldin við vörubrettasmíði, brettin eru notuð undir þann afla sem við löndum auk þess sem Loönuvinnslan og Síldarvinnslan eru stórir kaupendur.

Næg verkefni eru amk næstu tvo mánuðina hjá verktakadeildinni. Eru þau verkefni í Álverinu þar sem unnið er að ýmsim umhverfisverkefnum auk þess sem í þessari viku klárast að fylla að grunni nýrrar kersmiðju.

Raðað á jötuna

Í gær mánudag landaði Huginn ve fullfermi af frosinni síld á Reyðarfirði. Brimnesið landaði á sama tíma í Neskaupsstað. Í dag þriðjudag landa Hákon EA og Vilhem Þorsteinsson á Nes. miðvikudag er svo Bjartur á Nes. og á fimmtudag verður Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði. Einnig er áætlað að Kristina verði um miðja viku á Nes.

Flutningaskipið Alma var lestað aðfararnótt mánudags á Eskifirði og fór síðan til Eyja og Hafnar og er væntanlet til Nes. á fimmtudag. Nú er einnig verið að lesta flutningaskip á Nes. sem taka á 2000 tonn.