Makrílvertíðin í fullum gangi

makril

Undanfarnar vikur hefur verið mikið að gera hjá starfsmönnum Tandrabergs. Landburður hefur verið af makríl og á s.l. 3 vikum hafa starfsmenn félagsins landað u.þ.b. 13.000 tonnum af frosnum afurðum, stærstur hluti þess er makríll, en þó hafa grænlensk skip landað um 2400 tonnum af norsk-íslenskri síld. Þessu fylgir að mikil sala er á vörubrettum og enn sem fyrr er það Síldarvinnslan sem er lang-stærsti kaupandi brettanna. Brettasmíðavélin sem við tókum í notkun á síðasta ári hefur sannað ágæti sitt og smíðuð hafa verið upp í 1000 bretti á dag í vélinni. Þá hafa starfsmennirnir einnig á þessum tíma skipað út 2400 tonnum af fiskimjöli auk þess að skipa út hluta af þessum afurðum sem landað hefur verið. Ýmist í gáma eða beint í flutningaskip. Einnig hefur Ljósafell SU frá Fáskrúðsfirði landað hjá okkur undanfarnar vikur og undantekningalaust hefur skipið komið með fullfermi að landi.

Góð vika

Vikan sem nú er að líða hefur verðið ágæt fyrir Tandraberg. Landað hefur verið tvisvar upp í grænlenska loðnuskipinu Polar Amaroq, frosinni loðnu. Samtal 1400 tonnum. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson landað um liðna helgi á Eskifirði 10 þúsund kössum af frystum afurðum. Nú stendur yfir londun úr frystitogaranum Barða á Neskaupsstað einng ca 10 þúsund kassar. Kaldbakur landaði á miðvikudag í Neskaupsstað umþb 400 körum af ísuðum fiski. Jón Kjartansson kom til Eskifjarðar á Miðvikudag með fullermi eða 2300 tonn af kolmunna sem landað var til bræðsli.

Þrátt fyrir ágætan gang eru blikur á lofti þar sem úthlutaðu loðnukvóti er mjög lítill en vonir standa til þess að meirra finnist af loðnu á komandi dögum.

Landanir í September

Mjög mikið hefur verið að gera í löndunum undanfarið, bæði frystum og ferskum fiski. Aðalsteinn Jónsson, Huginn, Hákon, Barði, Bjartur, Kristina, Vilhelm Þorsteinsson, Júlíus Geirmundsson, Frosti ÞH, Áskell, Bylgja eru meðal þeirra skipa sem við unnum við í September. Einnig hefur verið líflegt í útskipunum seinni part September. Október fór vel af stað þegar að Brimnes kom til Reyðarfjarðar í gær til löndunar. Hákon og Aðalsteinn Jónsson eru væntanlegir til löndunar um eða eftir helgi.