Saga félagsins


Tandraberg ehf var stofnað í desember 2001 til þess að þjónusta smábáta í Neskaupstað, slægja og gera afla þeirra kláran til sölu á fiskmarkaði. Fest var kaup á 300 fm húsnæði við Naustahvamm í Neskaupstað. Stofnendur félagsins voru Einar Birgir Kristjansson,Fiskmarkaður Austurlands og Eimskip. Fljótlega kom í ljós að afli smábáta í Neskaupstað var ekki nægur til að reka félagið eingöngu með þeirri þjónustu, var þá farið að slægja fisk á Eskifirði í húsnæði Fiskmarkaðarins.

Fiskvinnsla var hafin á Neskaupstað 2002 og flutt á Eskifjörð 2004 í leiguhúsnæði "Eljuna" í eigu Eskju hf. Frysting loðnuhrogna í verktöku fyrir Eskju hf 2004,2005 og að hluta 2006.


Árið 2003 gerði Tandraberg samning við Síldarvinnsluna í Neskaupsstað um löndun á ísuðum og frystum fiski. Það var upphafið af einni öflugustu löndunarþjónustu á landinu sem núna er rekin í Fjarðabyggð.


Tandraberg ehf gerði út smábát um misseris skeið í viðleitni til að tryggja vinnslunni nægt hráefni. Tandri Su 49.

Fiskvinnslu og útgerð var hætt í maímánuði 2005 og leigusamningi um Eljuna sagt upp.

Eftir að fiskvinnslu var hætt þurfti að finna uppfyllingarstörf fyrir starfsmenn, en löndunarþjónusta er í eðli sínu mjög óreglubundin og stundum lítið að gera og stundum mikið. Var þá farið í ýmiskonar þjónustu við íbúa og sveitarfélag. ss hellulagnir og garðvinnu ýmiskonar.

Tandraberg átti til helminga á móti Rafmagnsverkstæði Andrésar ehf,Byggingafélag Bjartsýnismanna ehf sem hefur byggt parhús við Langadal á Eskifirði og einbýlishús við Ystadal á Eskifirði. árið 2009 seldi Tandraberg hlut sinn í byggingafélaginu.

Í árslok 2004 keypti Tandraberg iðnaðarhúsnæði við Hafnargötu 2 Eskifirði sem áður hýsti Réttingaverkstæði Jóns Trausta og flutti þangað aðalstövar félagsins og skrifstofu. Á sama tíma festi félagið kaup á nýjum íbúðagámum beint frá Danmörk og eru þar herbergi fyri allt að 11 manns auk eldhúss og tilheyrandi sem krafist er af yfirvöldum að sé í þess háttar húsnæði. Verbúðin var rekin þar í tvö ár

Um mitt árið 2004 keypti Einar Birgir Kristjánsson allt hlutafé félagsins og er hann nú eini eigandi þess auk þess að gegna stöðu framkvæmdastjóra.

2006 keypti Tandraberg Strandgötu 10 á Eskifirði og innréttaði þer herbergi fyrir 18 manns auk matsals og eldhúss. Þar var rekið mötuneyti og verðbúð og síðar kaffihús og gistiheimili. Félagið seldi húsið ásamt innanstokksmunum snemma árs 2011.

2008 verða kaflaskil þegar Tandraberg kaupir af Eskju húseignirnar Strandgötu 6 og 8 á Eskifirði og selur Eskju Hafnargötu 2. Með þessu stækkaði húsnæði félagsins margfalt og öll aðstaða margfalt betri. Þar eru nú skrifstöfur, verkstæði og starfsmannaaðstaða auk brettaframleiðslu og tækjageymslu.

2012 selur Tandraberg Naustahvamm 48 á Norðfirði en húsnæðið var orðið gamalt og hentaði ekki fyrir neina af stafsemi félagsins.

Tandraberg hefur í mörg ár sinnt framleiðslu vörubretta í verktöku en 2012 urðu kaflaskil þegar hófst framleiðsla á eigin brettum sem seld eru til fiskframleiðenda.

Skipaumferð
Skoðaðu skipaumferð við Ísland
Vefmyndavélar
Hér eru allar helstu vefmyndavélar á austurlandi.
Vegagerðin
Skoðaðu færð á vegum o.fl.
Image

Please insert your API key for mailchimp.